Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks var sáttur við spilamennsku liðsins í 0-0 jafnteflinu á móti KR í kvöld.
Hann hefði þó auðvitað viljað fá öll þrjú stigin.
Hann hefði þó auðvitað viljað fá öll þrjú stigin.
Lestu um leikinn: KR 0 - 0 Breiðablik
„Jú, sérstaklega í seinni hálfleik. Þeir voru mjög þéttir. KR-ingarnir sköpuðu nánast engin opin færi. Við fengum tvo, þrjá mjög fína sénsa."
Stefán Logi Magnússon, markmaður KR var maður leiksins en hann varði virkilega vel oft á tíðum. Besta varslan var eflaust gegn Arnþóri Ara er hann komst einn í gegn.
„Maður fær ekki marga sénsa í svona leik þannig við þurfum að nýta þá. Stefán varði frábærlega frá Arnþóri þegar hann slapp í gegn."
„Heilt yfir er ég mjög sáttur en ég hefði viljað fara með þrjú stig."
Arnar segir sitt lið hafa átt meira skilið en KR í kvöld.
„Ef einhverjir eiga að vera svekktir þá er það við."
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir