Atli Sigurjónsson, leikmaður Breiðabliks var ekki alveg nógu kátur eftir markalaust jafntefli liðsins gegn fyrrum félagi hans, KR.
Atli átti fínan leik á hægri vængnum hjá Blikum.
Atli átti fínan leik á hægri vængnum hjá Blikum.
Lestu um leikinn: KR 0 - 0 Breiðablik
„Nei, ég get ekki sagt það, við lögðum upp með að ná öllum þrem stigunum. Þetta eru ákveðin vonbrigði."
„Aðeins herslumuninn í að klára færin, við vorum þéttir til baka, vorum hættulegir þegar við vorum að sækja. Það vantaði bara aðeins í að klára."
Atli var ánægður að fá að koma aftur á KR völlinn.
„Mjög skemmtilegt, það var tekið vel á móti mér, það var gaman að hitta alla aftur."
Atli sparkaði boltanum í höfuðið á Þorvaldi Árnasyni, dómara leiksins sem varð til þess að Þorvaldur þurfti að fara með sjúkrabíl í hálfleik. Þorvaldur er með heilahristing.
„Síðast þegar ég vissi þá var hann ælandi. Ég er ekki að hlægja af þessu, fyrirgefðu."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir