mán 27. júlí 2015 17:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 2. deild: Hef fulla trú á því að við höldum okkur uppi
Leikmaður 13. umferðar - Viktor Daði Sævaldsson (Dalvík/Reynir)
Viktor Daði Sævaldsson.
Viktor Daði Sævaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Leikurinn gegn Njarðvík var að mínu mati klárlega sá besti í sumar," segir Viktor Daði Sævaldsson leikmaður Dalvíkur/Reynis.

Dalvík/Reynir vann sinn annan leik í 2. deildinni í sumar þegar liðið sigraði Njarðvík 3-2 á dramatískan hátt um helgina.

„Liðið sýndi mikinn karakter í leiknum eftir að hafa fengið víti á okkur, skorað sjalfsmark og fengið rautt spjald. Við komum til baka eftir að hafa lent tvisvar undir sem er frábært."

Hinn 18 ára gamli Viktor skoraði sjálfur sigurmark Dalvíkur/Reynis á lokamínútunum á laugaradg.

„Tilfinningin var rosalega góð og það var gríðarlega mikilvægt að fá þrjú stig úr þessum leik. Steinar Logi kom með fastan bolta niðri fyrir markið og ég potaði honum inn með hægri fæti."

Dalvík/Reynir tapaði 7-0 gegn nágrönnum sínum í KF á dögunum en síðan þá hefur liðið stigið upp.

„Tapið gegn KF var agalegt og hristi upp í okkur. Hópurinn er þéttari og baráttan í liðinu orðin meiri," sagði Viktor.

Jón Stefán Jónsson hefur tekið við þjálfun Dalvíkur/Reynis og leikurinn við Njarðvík var fyrsti leikurinn undir stjórn hans.

„Jónsi er flottur þjálfari og ég hef mikla trú á því að hann geti gert góða hluti hérna á Dalvík. Við höfum verið að spila betur eftir KF leikinn og ég hef fulla trú á því að við höldum okkur uppi í sumar," sagði Viktor.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Davíð Guðlaugsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Birkir Pálsson (Huginn)
Bestur í 3. umferð - Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR)
Bestur í 4. umferð - Ásgrímur Gunnarsson (KV)
Bestur í 5. umferð - Björgvin Stefán Pétursson (Leiknir F.)
Bestur í 6. umferð - Ben Griffiths (Tindastóll)
Bestur í 7. umferð - Halldór Logi Hilmarsson (KF)
Bestur í 8. umferð - Jón Gísli Ström (ÍR)
Bestur í 9. umferð - Paul Bodgan Nicolescu (Leiknir F.)
Bestur í 10. umferð - Marteinn Pétur Urbancic (ÍR)
Bestur í 11. umferð - Jökull Steinn Ólafsson (KF)
Bestur í 12. umferð - Fernando Revilla Calleja (Huginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner