Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. júlí 2015 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Glenn hafði ekki sýnt áhuga á að framlengja við ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV sendir frá sér fréttatilkynningu í nótt þar sem greint er frá lánssamningi Jonathan Glenn í Breiðablik.

ÍBV segir að Glenn hafi ekki sýnt áhuga á að framlengja samning sinn við ÍBV og því hafi verið ákveðið að lána hann.

Glenn spilaði sinn síðasta leik með ÍBV í 3-0 tapi gegn Stjörnunni í gærkvöldi.

Fréttatilkynning ÍBV
Jonathan Ricardo Glenn hefur verið leigður til Breiðabliks út leiktíðina 2015. Jonathan var með samning við ÍBV til loka leiktíðar og hafði ekki sýnt áhuga á að leika áfram hjá ÍBV og því var farið í að leita að framtíðarframherjum fyrir liðið. Mál æxluðust síðan með þeim hætti að ákveðið var að lofa Jonathan að fara í glugganum til liðs Breiðabliks.

Knattspyrnuráð ÍBV þakkar Jonathan fyrir hans framlag til ÍBV og óskar honum góðs gengis í komandi verkefnum. ÍBV hefur þegar tryggt sér tvo aðra framherja, þá Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sem er kominn „heim“ og Jose Sito Seoane, eða „Sito“. Báðir spiluðu fyrsta leik sinn fyrir ÍBV gegn Fjölni og skoruðu samtals 3 mörk.

Á fimmtudaginn er síðan einn stærst leikur sumarsins, gegn KR í 4ra liða úrslitum Borgunarbikarsins, þar sem við ætlum að sækja sigur og tryggja ÍBV sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins árið 2015.
Áfram ÍBV, alltaf, allsstaðar.
Athugasemdir
banner
banner