Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. júlí 2015 14:09
Magnús Már Einarsson
Gorka Bernardos í Víking Ó. (Staðfest)
Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ó.
Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænski framherjinn Gorka Bernardos hefur gengið til liðs við Víking Ólafsvík.

Gorka er 24 ára gamall en hann spilaði síðastliðinn vetur með Real Sociedad Deportiva Alcalá í spænsku D-deildinni.

Gorka er annar framherjinn sem Ólsarar krækja í á nokkrum dögum því Hrvoje Tokic kom frá Króatíu fyrir helgi.

Ólafsvíkingar eru með 29 stig í 2. sæti í 1. deildinni en liðið hefur skorað 21 mark í 13 leikjum sumar.

Ólsarar hafa nú fengið góðan liðsstyrk í sóknarleiknum fyrir síðustu níu leiki sumarsins en næsti leikur er gegn Selfyssingum á miðvikudag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner