Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 27. júlí 2015 22:37
Magnús Valur Böðvarsson
Hrannar Bogi og Aron Rafn í Örninn (Staðfest)
Hrannar Bogi og Aron Rafn ásamt Vífli Traustasyni þjálfara.
Hrannar Bogi og Aron Rafn ásamt Vífli Traustasyni þjálfara.
Mynd: Örninn
Örninn hefur bætt við sig tveimur leikmönnum í félagaskiptaglugganum en þetta eru sóknarmaðurinn Aron Rafn Gissurarson sem kemur frá HK og Hrannar Bogi Jónsson sem kemur á láni frá Leikni Reykjavík. Lið Arnarins er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni og verða leikmennirnir orðnir löglegir fyrir leik liðsins gegn KFG

Aron Rafn Gissurarson erfæddur 1995, hann er uppalinn hjá HK og var til að mynda þeirra markahæsti maður í 2 flokk í fyrra.

Hrannar Bogi Jónsson kemur á láni út tímabilið frá Leikni R. Hrannar er fæddur 1993 og er uppalinn Bliki, hann á hinsvegar 30 leiki að baki í 2 og 3 deild með Leikni F, Augnablik og Reyni S, og hefur hann skorað í þeim 3 mörk.

Félagið bindur miklar vonir til þessara drengja og bíður þá hjartanlega velkomna í Örninn!

Enn eru nokkrir dagar eftir af glugganum og eru Arnarmenn ekki hættir að styrkja sig. Þjálfari liðsins leitar enn eftir sterkum postum og ef leikmenn telja sig geta bætt liðið vel má hafa samband við þjálfaran Vífil Traustason 8696471.
Athugasemdir
banner
banner
banner