Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 27. júlí 2015 19:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Elías Már og félagar höfðu betur gegn lærisveinum Rúnars
Elías Már Ómarsson
Elías Már Ómarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vålerenga 2-0 Lilleström
1-0 Alexander Mathisen ('50, víti)
2-0 Marius Amundsen ('65, sjálfsmark)

Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði Vålerenga sem hafði betur gegn lærisveinum Rúnars Kristinssonar í Lilleström, 2-0, í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Elías Már, sem hefur verið öflugur undanfarið, spilaði fyrir aftan fremsta mann í kvöld og stóð sig vel.

Elías Már var tekinn af velli á 81. mínútu, en Finnur Orri Margeirsson var í byrjunarliði Lilleström og spilaði allan leikinn.

Með sigrinum fóru Elías Már og félagar upp í annað sæti deildarinnar með 33 stig en Rúnar Kristinsson og hans menn eru í í níunda sæti deildarinnar með 21 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner