banner
   mán 27. júlí 2015 20:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Norrköping vann Hammarby í Íslendingaslag
Arnór Ingvi er lykilmaður í liði Norrköping
Arnór Ingvi er lykilmaður í liði Norrköping
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason spilaði allan leikinn þegar að lið hans Norrköping vann 0-1 útisigur á Hammarby.

Í liði Hammarby stóð Ögmundur Kristinsson vaktina í markinu og Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn í bakverðinum.

Norrköping er búið að spila frábærlega á tímabilinu, en liðið er nú með 35 stig. Hammarby er er í ellefta sæti með 18 stig.

Auk þess spilaði Eiður Aron Sigurbjörnsson fyrri hálfleikinn í 0-1 tapi Örebro gegn Djurgården.

Örebro er í mikilli fallbaráttu en liðið er næst neðsta sæti deildarinnar með 13 stig, en Djurgården er í þriðja sæti með 33 stig.

Hammarby 0-1 Norrköping
0-1 Emir Kujović ('37)

Örebro 0-1 Djurgården
0-1 Jesper Arvidsson ('77)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner