Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. júlí 2015 15:00
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Mexíkó kýldi blaðamann í hálsinn
Miguel Herrera.
Miguel Herrera.
Mynd: Getty Images
Miguel Herrera, landsliðsþjálfari Mexíkó, vakti athygli fyrir líflega framkomu á HM í fyrra.

Herrera hefur nú komist í fréttirnar fyrir vandræði utan vallar en hann er sakaður um að hafa kýlt blaðamann í dag.

Mexíkó sigraði Gullbikarinn í nótt og um klukkan 7:20 í morgun var Herrera á flugvelli á leið heim frá Bandaríkjunum.

Þar er Herrera sakaður um að hafa kýlt blaðamanninn Christian Martinoli í hálsinn.

Martinoli þykir vera einn harðasti gagnrýnandi mexíkóska landsliðsins en Herrera er ekki vel við hann. Þeir voru báðir að koma farangri sínum í flug þegar Herrera snéri sér við og kýldi Martinoli.

Herrera er smávaxinn og því hitti hann Martinoli í hálsinn en ekki í andlitið. Samkvæmt fréttum frá Mexíkó á dóttir Herrera einnig að hafa kýlt Martinoli í látunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner