Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 27. júlí 2016 09:27
Magnús Már Einarsson
Ásgeir Þór í markið hjá Fjarðabyggð (Staðfest)
Ásgeir Þór Magnússon.
Ásgeir Þór Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjarðabyggð hefur fengið markvörðinn Ásgeir Þór Magnússon á láni frá Val.

Sveinn Sigurður Jóhannesson hefur staðið á milli stanganna hjá Fjarðabyggð í sumar en hann hefur verið í láni frá Stjörnunni.

Sveinn meiddist illa í 1-0 tapi gegn Hugin í síðustu viku sem varð til þess að varnarmaðurinn Andri Þór Magnússon fór í markið og kláraði leikinn.

Því hefur Fjarðabyggð fengið Ásgeir á láni en hann hefur að mestu verið fyrir utan hóp hjá Val í sumar.

Ásgeir spilaði nokkra leiki með Þrótti Vogum í 4. deildinni í fyrra en hann þekkir líka til á Austurlandi þar sem hann var í liði ársins í 2. deildinini þegar hann hjálpaði Hetti upp árið 2011.

Ásgeir getur spilað sinn fyrsta leik í kvöld þegar Fjarðabyggð mætir Leikni F. í nágrannaslag í Inkasso-deildinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner