Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. júlí 2016 15:35
Magnús Már Einarsson
Balotelli gæti farið til Besiktas
Balotelli var í láni hjá AC Milan síðastliðinn vetur.
Balotelli var í láni hjá AC Milan síðastliðinn vetur.
Mynd: Getty Images
Fikret Orman, forseti Besiktas, hefur staðfest að félagið hafi áhuga á að fá Mario Balotelli frá Liverpool.

Balotelli má fara frá Liverpool og næsti áfangastaður hans gæti verið Tyrkland.

„Í stuttu máli þá viljum við Mario Balotelli og hann vill líka koma til okkar," sagði Orman.

„Í hreinskilni sagt þá væri hann ekki orðaður við okkur ef hann væri ekki vandræðagemsi. Við getum vonandi fundið út úr þessum vandamálum Balotelli. Ég held að hann geti breyst í Tyrklandi."

Balotelli er 25 ára gamall en hann æfir þessa dagana með varaliði Liverpool á meðan hann bíður eftir að semja við nýtt félag.
Athugasemdir
banner
banner
banner