Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 27. júlí 2016 18:19
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Selfoss og Vals: Haukur Páll á bekknum
Orri Sigurður Ómarsson, varnarmaður Vals.
Orri Sigurður Ómarsson, varnarmaður Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:15 flautar Erlendur Eiríksson til leiks á Selfossi þar sem heimamenn leika gegn Val í undanúrslitum Borgunarbikarsins.

Arnar Helgi Magnússon er okkar maður á Selfossi og lýsir hann leiknum í beinni textalýsingu.

Selfoss getur orðið fyrsta B-deildarliðið síðan 2007 til að komast í úrslitaleikinn en liðið hefur meðal annars slegið út KR á leið sinni.

Valur er ríkjandi bikarmeistari eftir sigur gegn KR á Laugardalsvellinum í fyrra.

Haukur Páll Sigurðsson er á varamannabekknum hjá Val en hann byrjaði í 2-2 jafnteflinu gegn Fjölni í síðasta leik en fór af velli á 70. mínútu. Bjarni Ólafur Eiríksson er fyrirliði Vals í kvöld.

Rasmus Christiansen, miðvörður, tekur út leikbann hjá Val.

Byrjunarlið Selfoss:
1. Vignir Jóhannesson (m)
2. Sigurður Eyberg Guðlaugsson
4. Andrew James Pew
5. Jose Teodoro Tirado Garcia
8. Ivan Martinez Gutierrez
11. Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
12. Giordano Pantano
13. Richard Sæþór Sigurðsson
16. James Mack
18. Arnar Logi Sveinsson
20. Sindri Pálmason

Byrjunarlið Vals:
25. Anton Ari Einarsson (m)
2. Andreas Albech
3. Kristian Gaarde
5. Guðjón Pétur Lýðsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
17. Andri Adolphsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðið sem vinnur leikinn í kvöld mætir ÍBV eða FH í úrslitaleiknum 13. ágúst á Laugardalsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner