Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. júlí 2016 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
De Laurentiis: Higuain sveik okkur
Mynd: Getty Images
Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, er langt frá því að vera sáttur með að missa argentínska framherjann Gonzalo Higuain til Ítalíumeistara Juventus.

Juventus virkjaði kaupákvæði Higuain og borgaði 90 milljónir evra fyrir sóknarmanninn, eða 75 milljónir punda.

„Sumir segja að það sé ýkt að tala um svik en ég er ekki á því máli. Higuain sveik okkur, hann sveik Napoli, og sýndi mikið vanþakklæti í leiðinni," sagði De Laurentiis við Il Corriere dello Sport.

„Juventus átti auðvitað sinn þátt í þessu öllu en ég bjóst við öðruvísi hegðun frá Higuain.

„Um leið og bróðir hans tjáði sig í fjölmiðlum áttuðum við okkur á að Higuain gæti yfirgefið félagið en við bjuggumst þó ekki við að hann færi strax. Við bjuggumst ekki við að hann gæti bara strokað út þessi þrjú ár sem hann hefur verið innan raða Napoli."

Athugasemdir
banner
banner
banner