Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 27. júlí 2016 17:51
Elvar Geir Magnússon
Ekkert formlegt tilboð í Hólmbert á borði KR
Hólmbert hefur ekki náð að skora í Pepsi-deildinni í sumar.
Hólmbert hefur ekki náð að skora í Pepsi-deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hlutirnir eru fljótir að breytast en eins og er þá er líklegt að það verði ekki frekari breytingar á okkar leikmannahóp í glugganum," segir Kristinn Kjærnested, formaður KR.

Sóknarmaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson hefur verið orðaður við Val, Stjörnuna og fleiri félög. Sagan segir að Keflavík hyggist gera stórt tilboð í leikmanninn en Keflvíkingar stefna á að komast upp í Pepsi-deildina á ný.

„Það er ekkert formlegt tilboð á borðinu né orð frá Hólmberti um að hann vilji fara. Ég viðurkenni samt að maður hefur alveg heyrt af áhuga á honum. Ef hann telur að það henti sér best að fara annað þá er það eitthvað sem verður bara að skoða," segir Kristinn.

„Það vita það allir að hæfileikarnir eru svo sannarlega til staðar en hlutirnir hafa ekki gengið upp hjá honum eins og kom fram í góðu viðtali ykkar við hann. Málin hafa verið rædd við Hólmbert og hann var léttur og kátur eins og hann er alltaf."

„Skiljanlega setti hann spurningamerki við sína stöðu þegar við fengum Jeppe Hansen og þá er Guðmundur Andri Tryggvason alltaf að styrkjast."

Félagaskiptaglugganum verður lokað um mánaðamót en í dag er útlit fyrir að Hólmbert verði áfram í herbúðum KR, þó ekkert sé hægt að útiloka.

Sjá einnig:
Hólmbert: Þetta hefur tekið helvíti mikið á mig
Athugasemdir
banner
banner
banner