Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 27. júlí 2016 17:30
Elvar Geir Magnússon
Fastamenn verða í banni þegar FH heimsækir ÍA
Emil Pálsson verður í skammarkróknum.
Emil Pálsson verður í skammarkróknum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hittist á fundi í gær og úrskurðaði leikmenn í bann. Fimm leikmenn úr Pepsi-deild karla taka út leikbann í næstu umferð.

Þar á meðal þrír þegar heitasta lið deildarinnar, ÍA, tekur á móti Íslandsmeisturum FH miðvikudaginn 3. ágúst.

Miðjumaðurinn Emil Pálsson í FH, leikmaður ársins í fyrra, tekur út bann vegna uppsafnaðra áminninga og þá verður ÍA án Arnars Más Guðjónssonar og Darren Lough.

Jón Ingason verður í leikbanni hjá ÍBV sem mætir Fjölni eftir viku. Þá verður Þróttur án Ragnars Péturssonar gegn KR á sama tíma.

Írunn Þorbjörg Aradóttir úr Þór/KA var dæmd í bann í Pepsi-deild kvenna og missir af leik gegn ÍA.
Athugasemdir
banner