mið 27. júlí 2016 18:00
Magnús Már Einarsson
Guardiola: Fernandinho getur spilað tíu stöður
Fernandinho fagnar marki.
Fernandinho fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er mjög hrifinn af hinum brasilíska Fernandinho.

Fernandinho hefur aðallega spilað á miðjunni hjá City hingað til en Guardiola hefur hrifist af fjölhæfni hans og gæti notað hann í vörninni á komandi tímabili.

„Ég tel að Fernandinho geti spilað 10 stöður. Hann hefur gæðin til að spila hvar sem er," sagði Guardiola.

„Hann er fljótur, klár, grimmur og sterkur í loftinu. Hann gæti spilað í miðverði. Hann hefur gæðin til að búa til gott uppspil. Við teljum að hann geti spilað þar."

„Ég kann vel við að hafa miðjumenn í miðverðinum því að þeir geta spilað góðum sendingum."

Athugasemdir
banner
banner
banner