Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 27. júlí 2016 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kapustka fer í læknisskoðun hjá Leicester á morgun
Kapustka í leik gegn Úkraínu á Evrópumótinu.
Kapustka í leik gegn Úkraínu á Evrópumótinu.
Mynd: Getty Images
Englandsmeistararnir í Leicester City eru búnir að festa kaup á pólska kantmanninum Bartosz Kapustka sem fer í læknisskoðun á morgun.

Leicester greiðir 5.4 milljónir punda fyrir Kapustka en heildarverðið getur numið allt að 7.4 milljónum eftir bónusgreiðslum.

Kapustka, sem leikur fyrir Cracovia í Póllandi, hreif marga með frammistöðu sinni á Evrópumótinu í sumar og lýsti enska goðsögnin Gary Lineker honum sem „æðislega hæfileikaríkum kantmanni".

Everton, Southampton, Köln og Ajax eru meðal liða sem sýndu Kapustka áhuga í sumar og þá var tilboði frá Standard Liege hafnað síðasta vetur.

„Bartek er ekki með taugakerfi, hann veit ekki hvað orðið stress þýðir. Hann mætir alltaf eins í alla leiki, skiptir ekki máli hvort það er gegn stórliði eða smáliði. Hann mætir, heldur alltaf ótrúlegri yfirvegun og leggur sig allan fram," segir Jacek Zielinski, þjálfari hans hjá pólska liðinu Cracovia.
Athugasemdir
banner