Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. júlí 2016 23:41
Elvar Geir Magnússon
Klopp opnar sig um Sakho - Braut reglur ítrekað
Þegar allt lék í lyndi...
Þegar allt lék í lyndi...
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp hefur staðfest að varnarmaðurinn Mamadou Sakho var sendur heim frá æfingaferð Liverpool til Bandaríkjanna þar sem hann hafi síendurtekið brotið reglur félagsins.

Klopp telur að Sakho hafi sýnt félaginu og liðsfélögunum vanvirðingu. Sakho skrópaði í meðhöndlun og mætti of seint í mat.

„Ég er að búa til hóp hérna, við þurfum að byrja þetta. Ég taldi rétt að hann myndi bara fljúga heim til Liverpool og við myndum ræða þessa hluti betur eftir 8-10 daga þegar við kæmum til baka. Þetta er ekki það alvarlegt," segir Klopp.

„Hann missti næstum því af fluginu, missti af meðhöndlun og mætti of seint í mat. Við erum með reglur og við verðum að virða þær. Ég þarf að bregðast við ef einhver gerir það ekki."

„Það er ekki fjölmiðlamál hvernig við brugðumst við en það voru engin rifrildi. Ég talaði. Það er ekki hægt að rífast þegar bara einn aðili talar."

„Ætla ég að sekta hann? Ég hef ekki áhuga á peningum leikmanns. Ég vil að við lærum saman að gera rétta hluti. Ég er ekki hrifinn af sektum, þær hjálpa ekkert," segir Klopp.

Framtíð Sakho er í lausu lofti en hann var hreinsaður af ásökunum um að hafa tekið ólögleg lyf.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner