Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. júlí 2016 21:16
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Emenike og Falcao á skotskónum
Emenike tókst ekki að skora í ensku úrvalsdeildinni þegar hann var lánaður til West Ham fyrr á árinu.
Emenike tókst ekki að skora í ensku úrvalsdeildinni þegar hann var lánaður til West Ham fyrr á árinu.
Mynd: Getty Images
Fjórum síðustu leikjum kvöldsins í undankeppni Meistaradeildarinnar var að ljúka þar sem Fenerbahce hafði betur gegn Monaco í stórleik kvöldsins.

Emmanuel Emenike gerði bæði mörk Fenerbahce á meðan kólumbíski sóknarmaðurinn Radamel Falcao gerði eina mark Monaco.

Kaupmannahöfn gerði jafntefli við Astra í Rúmeníu, Legia frá Varsjá lagði Trencin í Slóvakíu og þá gerði Olympiakos markalaust jafntefli við ísraelska félagið Beer Sheva.

Astra 1 - 1 Kaupmannahöfn
1-0 F. Teixeira ('7)
1-1 T. Delaney ('64)

Fenerbahce 2 - 1 Monaco
1-0 Emmanuel Emenike ('39)
1-1 Radamel Falcao ('42)
2-1 Emmanuel Emenike ('61)

Trencin 0 - 1 Legia Varsjá
0-1 N. Nikolics ('69)

Olympiakos 0 - 0 Beer Sheva
Athugasemdir
banner
banner