Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. júlí 2016 12:10
Fótbolti.net
Samantekt - Strákar á 2. flokks aldri fá 1,7% af leiktímanum
Alfons Sampsted er sá leikmaður á 2. flokks aldri í Pepsi-deildinni sem spilar mest.
Alfons Sampsted er sá leikmaður á 2. flokks aldri í Pepsi-deildinni sem spilar mest.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óttar Magnús Karlsson.
Óttar Magnús Karlsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Valur Jónsson í HK.
Birkir Valur Jónsson í HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Talsvert hefur verið í umræðunni hversu lítið vægi ungir íslenskir leikmenn hafa fengið í Pepsi-deildinni í sumar. Meðfylgjandi er samantekt sem sýnir svart á hvítu að það eru ekki margir íslenskir strákar á 2. flokks aldri að fá alvöru tækifæri í Pepsi- og Inkasso-deildinni.

Þeir hafa í fyrstu 12 umferðunum einungis spilað 1,7% af leiktímanum í Pepsi-deildinni, og 7,6% af leiktímanum í Inkasso-deildinni. Liðin í Inkasso-deildinni gefa þessum strákum fjórfalt fleiri spilamínútur heldur en liðin í Pepsi-deildinni.

Það eru 23 leikmenn í þessum aldursflokki sem hafa fengið tækifæri í Pepsi-deildinni af 259 leikmönnum sem hafa spilað mínútur. Í Inkasso-deildinni er 31 strákur sem hefur fengið spilatíma af 250 leikmönnum deildarinnar.

Mínútur sem leikmenn á 2. flokks aldri hafa fengið í Pepsi-deildinni:
689 - Breiðablik
665 - Víkingur R.
477 - ÍA
226 - KR
180 - Stjarnan
150 - Fylkir
66 - Valur
63 - Fjölnir
18 - ÍBV
5 - FH
0 - Víkingur Ó.
0 - Þróttur
Sjá nánari úttekt

Það eru einungis þrír strákar sem hafa verið í umtalsverðu hlutverki í sínum liðum í Pepsi deildinni (þ.e. hafa spilað meira en 30% af heildarleiktímanum) . Þeir eru: Alfons Sampsted í Breiðabliki (59%) og þeir Óttar Magnús Karlsson (32%) og Erlingur Agnarsson (30%) hjá Víkingi Reykjavík.

Af 28 leikmönnum hjá Þrótti Reykjavík og 21 leikmanni hjá Víkingi Ólafsvík sem hafa tekið þátt í leikjum Pepsi deildarinnar til þessa er enginn leikmaður á 2. flokks aldri. Hjá ÍBV, FH og Stjörnunni er einungis einn strákur hjá hverju liði sem hefur fengið nokkrar mínútur í spilatíma.

Breiðablik (með samtals 5,8% af heildarleiktímanum), Víkingur Reykjavík (5,5%) og Akranes (4,0%) sem bera af í því að gefa leikmönnum í þessum aldurflokki mestan spilatíma.

Mínútur sem leikmenn á 2. flokks aldri hafa fengið í Inkasso-deildinni:
2.010 - Leiknir F.
1.962 - HK
1.807 - Selfoss
1.490 - Haukar
912 - Fjarðabyggð
688 - Keflavík
652 - Huginn
537 - Þór
453 - Leiknir R.
330 - Fram
54 - Grindavík
0 - KA
Sjá nánari úttekt

Það eru níu strákar sem hafa verið í stórum hlutverkum í sínum liðum í Inkasso-deildinni (hafa spilað meira en 50% af heildarleiktímanum), en þeir eru allir að spila í liðum í neðri hlutadeildarinnar. Það virðist sem að liðin í efri hluta deildarinnar, sem eru að keppa um að komast upp í Pepsi deildina, séu ekki tilbúin að gefa sínum yngri leikmönnum umtalsverð tækifæri.

Þessir leikmenn eru: Birkir Valur Jónsson, HK (100%), Kristófer Páll Viðarsson, Leikni F.(90%), Aron Gauti Magnússon, Fjarðabyggð (84%), Alexander Helgason, Haukum (74%), Sveinn Aron Guðjohnsen, HK (73%), Arnór Gauti Ragnarsson, Selfoss (70%), Stefán Ómar Magnússon, Huginn (60%), Arnar Logi Sveinsson, Selfossi (60%) og Valdimar Ingi Jónsson, Leiknir F. (56%).

Enginn í þessum aldursflokki hefur fengið spilamínútur hjá KA (af 19 leikmönnum) og einungis einn fengið nokkrar mínútur hjá Grindavík ( af 22 leikmönnum), en það eru liðin í tveimur efstu sætum deildarinnar í dag.

Í Inkasso-deildinni eru það Leiknir Fáskrúðsfirði ( 16,9%), HK ( 16,5%), Selfoss (15,2%) og Haukar (12,5%) sem gefa yngri leikmönnum flestar spilamínútur.

Sjá einnig:
„Grátlegt þegar lélegir útlendingar taka pláss frá ungum leikmönnum"

Í umræddri athugun er verið að tala um íslenska leikmenn á 2. flokks aldri
Athugasemdir
banner
banner
banner