Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. júlí 2016 12:30
Magnús Már Einarsson
Wenger ætlar að fá varnarmann í fjarveru Mertesacker
Mertesacker verður frá keppni á næstunni.
Mertesacker verður frá keppni á næstunni.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, ætlar að kaupa varnarmann eftir að ljóst varð að Per Mertesacker verður frá keppni í nokkra mánuði.

Mertesacker fór í aðgerð á hné í vikunni og verður lengi frá keppni.

Gabriel Paulista og Laurent Koscielny eru ekki með Arsenal í æfingaferð liðsins í Bandaríkjunum og því verður hinn 21 árs gamli Calum Chambers í hjarta varnarinnar í leikjum þar ásamt hinum unga Rob Holding sem er nýkominn frá Bolton.

„Við þurfum að skoða möguleika til að fá aðeins meiri reynslu," sagði Wenger um stöðuna á vörninni.

„Við skoðum ungu miðverðina okkar á fimmtudag. Per er frá keppni svo okkur vantar reynslu og við ætlum að reyna að krækja í varnarmann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner