Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   lau 27. júlí 2024 19:49
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir.is 
Theodór Elmar ekki með slitið krossband - Verður klár í lokasprettinn
Theodór Elmar Bjarnason nær endasprettinum með KR
Theodór Elmar Bjarnason nær endasprettinum með KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meiðsli Theodórs Elmars Bjarnasonar, leikmanns KR, eru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu en hann staðfesti þetta í samtali við Vísi í dag.

Greint var frá því í gær að Elmar hafði meiðst á hné á æfingu liðsins í vikunni.

Í viðtali við 433.is sagði Elmar að hann væri að vonast eftir því besta en búast við því versta. Óttaðist hann þá að hann væri búinn að slíta krossband í hné og að það væru líklega endalok ferilsins.

Þegar Vísir hafði samband við hann í dag tjáði hann blaðamanni miðilsins góðu fréttirnir, sem eru þær að hann er ekki með slitið krossband og í raun slapp það óskaddað.

Hins vegar verður hann frá í allt að sex vikur og getur því náð endasprettinum með KR-ingum sem hafa verið að ganga í gegnum erfitt tímabil.

Elmar, sem er 37 ára, er samningsbundinn KR út næsta tímabil og er hann staðráðinn í að klára þann samning.

„„Þetta er auðvitað gríðarlegur léttir. Þetta hefði bara verið búið ef það væri slitið. Það er ekki alveg klárt hvað ég verð lengi frá. Þetta verða tvær, fjórar eða sex vikur, en ég verð klár í lokasprettinn á tímabilinu,“ sagði Theodór við Vísi í dag.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner