Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   lau 27. júlí 2024 18:36
Brynjar Ingi Erluson
U19 kvenna: Spánn Evrópumeistari í þriðja sinn í röð
Spánn er Evrópumeistari
Spánn er Evrópumeistari
Mynd: Getty Images
Spænska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri varð í dag Evrópumeistari í þriðja sinn í röð er liðið vann Holland, 2-1, eftir framlengdan leik í Kaunas í Litháen.

Spánverjar hafa verið að framlega efnilegar fótboltakonur síðustu ár og ættu þessi tíðindi því ekki að koma mörgum á óvart.

Þær unnu síðustu tvö mót og voru ekki í miklum vandræðum með að komast í úrslit í ár.

Í riðlakeppninni töpuðu Spánverjar fyrir Hollendingum, 1-0, en þær náðu að hefna sín í dag.

Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af framlengingunni skoraði Intza Eguiguren sigurmarkið.

Spánn Evrópumeistari í þriðja sinn í röð. Framtíðin björt hjá Spáni, sem er einnig Evrópumeistari U17 ára landsliða. A-landsliðið er þá ríkjandi heimsmeistari og er talið líklegast til árangurs á EM í Sviss á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner