Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. ágúst 2014 21:10
Magnús Már Einarsson
Giroud frá keppni út árið - Wenger gæti keypt framherja
Zigic ekki á leiðinni
Olivier Giroud.
Olivier Giroud.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest að Olivier Giroud verði frá keppni til áramóta eftir að hafa farið í aðgerð á ökkla í dag.

Franski framherjinn meiddist gegn Everton um helgina og spilar líklega ekki meira á þessu ári.

Wenger útilokar ekki að kaupa framherja áður en félagaskiptaglugginn lokar á mánudag.

,,Við munum líta í kringum okkur en við viljum gæði. Við höfum gæði. Walcott er að koma til baka fljótlega og við erum með Podolski, Campbell og Sanogo. Að finna leikmenn sem eru betri en við höfum er mjög erfitt," sagði Wenger.

Wenger neitaði hins vegar fréttum um að Nikola Zigic sé á leiðinni til félagsins og þá segist hann heldur ekki hafa áhuga á Danny Welbeck framherja Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner