Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 27. ágúst 2014 16:28
Elvar Geir Magnússon
Jesus segir að Inter muni spila með hjartanu gegn Stjörnunni
Juan Jesus á fréttamannafundi.
Juan Jesus á fréttamannafundi.
Mynd: Getty Images
Brasilíski varnarmaðurinn Juan Jesus hjá Inter sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Inter tekur á móti Stjörnunni í seinni leik liðanna í umspili fyrir Evrópudeildina á morgun.

Inter vann fyrri leikinn 3-0 á Laugardalsvelli og ætti að vera formsatriði fyrir ítalska félagið að klára dæmið á morgun.

„Við verðum að spila vel og til sigurs sama hvernig úrslitin voru í fyrri leiknum. Áhorfendur krefjast þess að við séum að leggja okkur fram og reyna okkar besta," sagði Juan.

„Það má aldrei vanmeta einn né neinn og við verðum að spila sem lið."

Inter er að skrifa hvatningarorð á vegginn í búningsklefa sínum.

„Minn uppáhalds frasi er að 'spila með hjartanu'. Fótbolti er ástríða. Þess vegna byrjaði maður að spila hann sem krakki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner