Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. ágúst 2014 09:35
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Joe Allen til Manchester United?
Powerade
Joe Allen er óvænt orðaður við Manchester United.
Joe Allen er óvænt orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Arsenal vill fá Welbeck.
Arsenal vill fá Welbeck.
Mynd: Getty Images
Neil Warnock gæti tekið við Crystal Palace.
Neil Warnock gæti tekið við Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Félagaskiptaglugginn lokar á mánudag og það er nóg af slúðri í enska boltanum þessa dagana. Skoðum það helsta.



Arsenal er tilbúið að bjóða 50 milljónir punda í Edinson Cavani framherja PSG þar sem Olivier Giroud verður lengi frá vegna meiðsla. (Daily Express)

Arsenal vill fá Danny Welbeck til að fylla skarð Giroud en Manchester United vill ekki selja leikmanninn. (Daily Mail)

Arsenal hefur einnig áhuga á að kaupa Loic Remy frá QPR á 8,5 milljónir punda eða að fá Radamel Falcao á láni frá Monaco. (Guardian)

Louis van Gaal, stjóri Manchester United, er að undirbúa óvænt 20 milljóna punda tilboð í Joe Allen miðjumann Liverpool. (Daily Star)

Manchester United á í viðræðum við Ajax um kaup á Daley Blind. Edwin van der Sar, fyrrum leikmaður United, er í Manchester til að ganga frá sölunni fyrir hönd Ajax. (Daily Star)

Manccheter United gæti boðið Shinji Kagawa og Javier Hernandez til Juventus sem hluta af kaupverðinu fyrir Arturo Vidal. (Independent)

Real Madrid ætlar að eyða peningnum fyrir Angel Di Maria í Radamel Falcao. (Le Sport)

AC Milan hefur staðfest að félagið vilji fá Fernando Torres og Marco van Ginkel frá Chelsea. (Daily Express)

AC Milan ætlar að snúa sér að Roberto Soldado eða Fabio Borini ef Torres fer ekki að gefa félaginu svar. (Inside Futbol)

Tottenham er að kaupa Federico Fazio varnarmann Sevilla á átta milljónir punda. (Daily Telegraph)

Tottenham hefur áhuga á Alex Song sem má fara frítt frá Barcelona. (The Times)

Harry Redknapp, stjóri QPR, ætlar að reyna að fá Mohamed Diame frá West Ham. (Daily Mirror)

Geoff Cameron, varnarmaður Stoke, er á óskalista Lazio. (The Sun)

Angel di Maria segist ekki hafa viljað fara frá Real Madrid en að stjórn félagsins hafi sett honum afarkosti. (ESPN)

Crystal Palace gæti óvænt reynt að fá Neil Warnock sem næsta stjóra. (Daily Telegraph)

Hatem Ben Arfa hefur sagt liðsfélögum sínum að hann vilji ekki fara frá Newcastle. (Newcastle Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner