Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. ágúst 2014 06:00
Elvar Geir Magnússon
Margir vilja stjóra Celtic burt: Skortur á gæðum í liðinu
Norðmaðurinn Ronny Deila.
Norðmaðurinn Ronny Deila.
Mynd: Getty Images
Celtic frá Glasgow mistókst að komast í Meistaradeild Evrópu en liðið tapaði 0-1 á heimavelli sínum gegn Maribor frá Slóveníu í seinni viðureign liðanna í umspilinu. Fyrri leikurinn hafði endað með jafntefli 1-1.

Þetta er gríðarlegt áfall fyrir stuðningsmenn Celtic sem margir hafa kallað eftir því að Norðmaðurinn Ronny Deila verði rekinn en hann tók við stjórnartaumunum fyrir tímabilið.

„Þeir voru einfaldlega beittari í þessum leik. Það þýðir ekki að finna afsakanir, við vorum ekki nægilega góðir og eigum ekki skilið að fara í Meistaradeildina," sagði Deila eftir leikinn í gær.

„Við töpuðum ekki vegna lélegs varnarleiks. Við töpuðum því við sköpuðum ekki færi. Það þarf að koma meira tempó og hreyfanleiki í spilamennsku okkar. Gæðin eru ekki nægilega mikil."

Celtic mun fara niður í Evrópudeildina eftir tapið í gær en hópur stuðningsmanna liðsins stofnuðu til mótmæla fyrir utan heimavöll félagsins eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner