mið 27. ágúst 2014 20:25
Jóhann Ingi Hafþórsson
Meistaradeildin: Arsenal áfram eftir nauman sigur á Besiktas
Alexis fagnar marki sínu með Santi Cazorla.
Alexis fagnar marki sínu með Santi Cazorla.
Mynd: Getty Images
Arsenal er enn og aftur komið í riðakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Besiktas, 1-0 á heimavelli sínum í kvöld. Alexis Sanchez skoraði eina mark leiksins en þetta var fyrsta mark Sílemannsins fyrir Arsenal.

Mathieu Debuchy, leikmaður Arsenal fékk rautt spjald þegar að korter var eftir af leiknum, Besiktas reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn en komust lítt áleiðis gegn góðri Arsenal vörn.

Sænska liðið Malmö kom mörgum á óvart með öruggum sigri á Salzburg og er komið áfram.

Ludogorets vann Steaua með einu marki gegn engu og því verður framlengt í þeirri viðurreign.

Bayer Leverkusen vann öruggan 4-0 sigur á FC Kaupmannahöfn á meðan Athletic Bilbao vann Napoli 3-1 eftir að ítalska liðið hafði komist yfir.

Malmo FF 3 - 0 Salzburg
1-0 Markus Rosenberg ('11 , víti)
2-0 Magnus Eriksson ('19 )
3-0 Markus Rosenberg ('84 )

Ludogorets 1 - 0 Steaua
1-0 Wanderson ('90 )

Arsenal 1 - 0 Besiktas
1-0 Alexis Sanchez ('45 )
Rautt spjald:Mathieu Debuchy, Arsenal ('75)

Bayer 4 - 0 FC Kaupmannahöfn
1-0 Son Heung-Min ('2 )
2-0 Hakan Calhanoglu ('7 )
3-0 Stephan Kiessling ('31 , víti)
4-0 Stephan Kiessling ('65 )

Athletic 3 - 1 Napoli
0-1 Marek Hamsik ('47 )
1-1 Aritz Aduriz ('61 )
2-1 Aritz Aduriz ('69 )
3-1 Ibai Gomez ('74 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner