Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 27. ágúst 2015 11:40
Elvar Geir Magnússon
Ástæður þess að Liverpool gafst upp á Balotelli
Balotelli fer sínar eigin leiðir.
Balotelli fer sínar eigin leiðir.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers og Balotelli.
Brendan Rodgers og Balotelli.
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli hefur verið lánaður frá Liverpool til AC Milan út tímabilið en forráðamenn Liverpool hafa gefist upp á sóknarmanninum skrautlega. Fjölmiðlar á Englandi hafa komið með dæmi um ástæður þess að þolinmæðin sé á þrotum.

Þar á meðal er saga af því þegar Balotelli mætti á æfingu og sá liðsfélaga sinn með nýútkominn iPhone 6. Sjálfur var hann ekki kominn með þannig síma og ljóst var að þetta pirraði hann.

Skömmu síðar mætti hann út á æfingavöllinn en kvartaði undan verkjum aftan í læri í upphitun. Þjálfarateymið sendi hann aftur inn til skoðunar. Þegar leikmenn Liverpool mættu aftur til búningsklefa 90 mínútum síðar kom á óvart hvað beið þeirra.

Þarna var Balotelli brosandi úti í horni með nýjan iPhone 6 sem hann hafði látið versla fyrir sig. Skyndilega var verkurinn í lærinu farinn.

Þetta ku aðeins vera eitt af fjölmörgum dæmum sem urðu til þess að þolinmæði Liverpool þverraði og Balotelli er kominn á flopp-lista félagsins.

Sóknarmaðurinn getur engum nema sjálfum sér um kennt hvernig fór hjá þessu sögufræga enska félagi. Hann var aldrei tilbúinn að leggja neitt á sig aukalega, mætti síðastur á æfingar og fór fyrstur. Meðan liðsfélagar hans tóku aukaæfingar var hann hvergi sjáanlegur.

Leikmenn komu að honum reykandi á æfingasvæðinu og þegar liðið tók „móralskan" dag sagðist hann ekki vita hver Joe Allen væri þó hann hefði verið með honum í klefa í einhverja mánuði.

Brendan Rodgers var ósáttur þegar Balotelli fékk vinahóp í heimsókn til sín á liðshótelið kvöldið fyrir Meistaradeildarleik gegn Basel í október síðastliðnum. Reiði Rodgers varð meiri þegar Balotelli, sem náði ekki að snerta boltann í vítateig andstæðingana í 90 mínútur í leiknum (sem tapaðist), neitaði beiðni hans um að þakka áhorfendum fyrir stuðninginn.

Balotelli tók vini sína með sér á æfingar en þeir voru svo hangandi um á æfingasvæðinu. Liverpool þurfti að setja bann við þetta. Þá neitaði hann að fara að skipun sjúkraþjálfara sem sagði honum að skokka sig niður eftir bikarsigur gegn AFC Wimbledon, hann hélt bara beint til búningsklefa.

Sögur á borð við þessar eru fjölmargar, dæmi sem væru kannski fyrirgefin ef leikmaðurinn væri að standa sig inni á vellinum og væri að skora mörk. En þannig var það síður en svo. Liverpool tók áhættu með því að fá Balotelli eftir brotthvarf Luis Suarez, áhættu sem borgaði sig svo sannarlega ekki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner