fim 27. ágúst 2015 09:30
Elvar Geir Magnússon
Chelsea telur sig geta fengið Pogba og Stones
Powerade
Paul Pogba enn og aftur í Slúðurpakkanum.
Paul Pogba enn og aftur í Slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Berahino til Tottenham.
Berahino til Tottenham.
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðurpakka dagsins en þar má finna nöfn sem eru fastegastir í slúðrinu: De Bruyne, Berahino, Neymar, Pogba og Stones. BBC tók saman.

Manchester City telur það loksins bókað að belgíski miðjumaðurinn Kevin De Bruyne komi til félagsins frá Wolfsburg. (Guardian)

De Bruyne mun fá samning til ársins 2021 sem er að verðmæti 15 milljónir punda á ári. (Daily Mirror)

City mun senda út tilkynningu á næsta sólarhring til að staðfesta samninginn. (Times)

Chelsea telur sig geta galopnað veski sitt á næstu dögum og keypt Paul Pogba (22), miðjumann Juventus, og John Stones (21), varnarmann Everton. (Daily Mirror)

Chelsea þarf að borga 45 milljóna punda til að fá Stones en það er verðmiðinn sem Roberto Martinez setur á leikmanninn. (The Sun)

Tottenham undirbýr þriðja tilboð sitt í Saido Berahino (22), framherja West Brom. (Sky Sports)

West Brom hefur sagt Spurs að enski U21-landsliðsmaðurinn Berahino verði ekki seldur fyrir minna en 25 milljónir punda. (Daily Star)

Harry Redknapp, fyrrum stjóri Tottenham, er sannfærður um að Berahino fari á White Hart Lane fyrir gluggalok. (TalkSport)

Sunderland vonast til að kaupa Jonathan de Guzman (27) frá Napoli og Ola Toivonen (29), sóknarmann Rennes, áður en glugganum verður lokað. (Northern Echo)

Forráðamenn Barcelona munu fá sér sæti með ráðgjöfum Neymar (23) til að ræða nýjan fimm ára samning sem myndi gera það að verkum að 182 milljónir punda þyrftu til að fá hann lausan. (Daily Mail)

Juventus hefur gert tilboð í Alex Song (27), miðjumann Barcelona, en West Ham hefur einnig áhuga. (The Sun)

Markvörðurinn Victor Valdes hefur náð samkomulagi við Besiktas í Tyrklandi og fer til félagsins á frjálsri sölu. (Daily Telegraph)

Manchester United hefur sagt þeim sem hafa áhuga á Jonny Evans að það þurfi að borga 12 milljónir punda fyrir þennan 27 ára landsliðsvarnarmann Norður-Írlands. Evans er á lokaári samnings síns. (Daily Star)

Leicester City er í viðræðum við Birmingham City um Demarai Gray, 19 ára vængmann.(Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner