fim 27. ágúst 2015 06:30
Arnar Geir Halldórsson
Dregið í Meistaradeildinni í dag - Sjáðu styrkleikaflokkana
Mynd: Heimasíða Olympiakos
Mynd: Getty Images
Dregið verður í riðla fyrir Meistaradeild Evrópu í dag klukkan 15:45.

Enska stórliðið Manchester United er mætt í Meistaradeildina eftir árs fjarveru og er í styrkleikaflokki 2 líkt og Man City og Arsenal en Englandsmeistarar Chelsea eru í efsta styrkleikaflokki.

Fulltrúar Íslands í Meistaradeildinni á þessu tímabili eru þeir Alfreð Finnbogason og Kári Árnason en þeir gætu lent saman í riðli þar sem að lið Alfreðs, Olympiakos, er í styrkleikaflokki 3 á meðan Malmö, lið Kára, er í styrkleikaflokki 4.

Hafa ber í huga að lið frá sama landi geta ekki dregist saman í riðil.

Styrkleikaflokkur 1: Barcelona, Bayern Munich, Benfica, Chelsea , Juventus, Paris St. Germain, Zenit, PSV Eindhoven

Styrkleikaflokkur 2: Arsenal , Atletico Madrid, Bayer Leverkusen, Manchester City , Manchester United , Real Madrid, Porto, Valencia

Styrkleikaflokkur 3: CSKA Moscow, Dynamo Kiev, Lyon, Olympiakos, Galatasaray, Roma, Shakhtar Donetsk, Sevilla

Styrkleikaflokkur 4: Astana, BATE Borisov, Borussia Monchengladbach, Wolfsburg, Dinamo Zagreb, Maccabi Tel-Aviv, Gent, Malmo
Athugasemdir
banner
banner
banner