Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 27. ágúst 2015 19:04
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Everton FC 
Everton hafnar beiðni Stones um að vera seldur
Mynd: Getty Images
John Stones óskaði eftir sölu frá Everton fyrr í vikunni en þeirri ósk hefur verið synjað af knattspyrnufélaginu.

Chelsea hefur mikinn áhuga á miðverðinum og bauð mest 37 milljónir punda í hann.

Enskir fjölmiðlar segja að félagið sé reiðubúið að greiða 40 milljónir fyrir Stones, en talið er að Everton sætti sig ekki við minna en 45 milljónir.

Everton hefur hafnað nokkrum tilboðum frá Chelsea í varnarmanninn og hefur félagið birt yfirlýsingu á vefsíðu sinni.

„John er ekki til sölu og verður áfram mikils metinn byrjunarliðsmaður," stendur í yfirlýsingu frá Bill Kenwright, forseta Everton.
Athugasemdir
banner
banner