Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 27. ágúst 2015 19:56
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Hólmar og Matti í riðlakeppnina
Matti Villa kom af bekknum eftir hálftíma gegn Steaua Búkarest.
Matti Villa kom af bekknum eftir hálftíma gegn Steaua Búkarest.
Mynd: Hilmar Þór Guðmundsson
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosenborg á meðan Matthías Vilhjálmsson kom inná af bekknum á 29. mínútu þegar Ole Selnaes þurfti að fara meiddur af velli.

Rosenborg tapaði á heimavelli en það gerir ekkert til vegna þess að liðinu tókst að vinna fyrri leikinn gegn Steaua Búkarest 3-0 þegar liðin mættust í Rúmeníu fyrir viku.

AZ Alkmaar er þá komið í riðlakeppnina eftir að hafa lagt Astra Giurgiu, sem sló West Ham út, af velli.

Robin van Persie var skipt útaf eftir rétt rúma klukkustund er Fenerbahce lagði Atromitos af velli með þremur mörkum gegn engu.

Panathinaikos er þá úr leik eftir 2-2 jafntefli gegn Gabala, frá Aserbaídsjan, á heimavelli.

Rosenborg 0 - 1 Steaua Búkarest (3-1 samanlagt)
0-1 A. Popa ('54)

AZ Alkmaar 2 - 0 Astra (4-3 samanlagt)
1-0 J. van der Linden ('80)
2-0 R. Muhren ('85)

Bröndby 1 - 1 PAOK (1-6 samanlagt)
0-1 R. Costa ('21)
1-1 E. Rashani ('27)

Fenerbahce 3 - 0 Atromitos (4-0 samanlagt)
1-0 Fernandao ('7)
2-0 C. Erkin ('59)
3-0 Fernandao ('78)

Hajduk Split 0 - 1 Liberec (0-2 samanlagt)
0-1 J. Sural ('23)

Panathinaikos 2 - 2 Gabala (2-2 samanlagt)
0-1 Dodo ('6)
1-1 M. Berg ('34)
1-2 Dodo ('60)
2-2 Nano ('78)

Búin að tryggja sig í riðlakeppni Evrópudeildar:
Bordeaux
Ajax
Qarabag
Rubin Kazan
Krasnodar
Lech Poznan
St. Etienne
Sparta Prag
AZ Alkmaar
PAOK
Fenerbahce
Liberec
Gabala
Rosenborg
Athugasemdir
banner