Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 27. ágúst 2015 20:39
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Midtjylland sló Southampton út
Bilbao áfram á útivallarmörkum
Morten Rasmussen skaut Mið-Jótlandi áfram
Morten Rasmussen skaut Mið-Jótlandi áfram
Mynd: Getty Images
Dönsku meistararnir í Midtjylland eru búnir að tryggja sig inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með fræknum sigri á enska úrvalsdeildarliðinu Southampton.

Morten Rasmussen gerði eina mark leiksins á 28. mínútu, en fyrri viðureign liðanna lauk með 1-1 jafntefli þar sem Jay Rodriguez gerði jöfnunarmark Southampton úr vítaspyrnu.

Minnstu mátti muna að Athletic Bilbao kæmist ekki heldur í Evrópudeildina en liðið rétt marði MSK Zilina frá Slóvakíu.

Zilina vann fyrri leikinn heima, 3-2, og Bilbao vann 1-0 í kvöld og komst því áfram þökk sé útivallarmörkunum sem voru skoruð í Slóvakíu.

Midtjylland 1 - 0 Southampton (2-1 samanlagt)
1-0 M. Rasmussen ('28)

Athletic Bilbao 1 - 0 Zilina (3-3 samanlagt)
1-0 G. Elustondo ('24)

Riðlakeppni Evrópudeildarinnar:
Bordeaux
Ajax
Qarabag
Rubin Kazan
Krasnodar
Lech Poznan
St. Etienne
Sparta Prag
AZ Alkmaar
PAOK
Fenerbahce
Liberec
Gabala
Rosenborg
Borussia Dortmund
Molde
Viktoria Plzen
Athletic Bilbao
Midtjylland
Athugasemdir
banner
banner
banner