Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. ágúst 2015 19:21
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Raggi Sig og félagar í riðlakeppnina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórum leikjum var að ljúka í undankeppni Evrópudeildarinnar þar sem Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Krasnodar í markalausu jafntefli gegn Finnlandsmeisturum HJK Helsinki.

Raggi Sig er lykilmaður við hlið Andreas Granqvist í hjarta varnarinnar hjá Krasnodar, en liðið vann fyrri leikinn 5-1 í Rússlandi.

Franska félagið Saint-Etienne rétt marði Milsami frá Makedóníu, 2-1 samanlagt, og er því komið í riðlakeppnina ásamt Lech Poznan og Sparta Prag.

HJK 0 - 0 Krasnodar (1-5 samanlagt)

Videoton 0 - 1 Lech Poznan (0-4 samanlagt)
0-1 T. Kedziora ('57)

St. Etienne 1 - 0 Milsami (2-1 samanlagt)
1-0 B. Corgnet ('15)

Thun 3 - 3 Sparta Prag (4-6 samanlagt)
0-1 B. Dockal ('10)
0-2 J. Husbauer ('21)
1-2 N. Ferreira ('33)
2-2 R. Munsy ('50)
2-3 N. Costa ('71)
3-3 N. Ferreira ('81)
Rautt spjald: M. Breznanik, Sparta ('85)

Búin að tryggja sig í riðlakeppni Evrópudeildar:
Bordeaux
Ajax
Qarabag
Rubin Kazan
Krasnodar
Lech Poznan
St. Etienne
Sparta Prag
Athugasemdir
banner
banner
banner