Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 27. ágúst 2015 10:40
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Guðmann ekki meira með FH á tímabilinu?
Guðmann Þórisson, varnarmaður FH.
Guðmann Þórisson, varnarmaður FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það gæti vel verið að hann sé búinn að spila sinn síðasta leik með okkur í sumar en við vonum samt það besta," segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í viðtali við Vísi.

Heimir er þar að tala um miðvörðinn Guðmann Þórisson sem hefur aðeins tekið þátt í fimm leikjum í Pepsi-deildinni í sumar vegna meiðsla. Heimir segir að það komi í ljós eftir landsleikjahlé hvort Guðmann spili meira á tímabilinu.

Davíð Þór Viðarsson og Pétur Viðarsson hafa verið miðverðir FH í síðustu leikjum með góðum árangri en Kassim Doumbia hefur verið að glíma við meiðsli. Davíð og Pétur hafa leikið vel saman.

„Hann var með beinmar í ökklanum en er orðinn góður. Hann mun klárlega styrkja okkur mikið á lokasprettinum enda frábær leikmaður," segir Heimir við Vísi um Kassim "The Dream".
Athugasemdir
banner
banner
banner