Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 27. ágúst 2015 08:00
Arnar Geir Halldórsson
Rooney: Var ekki orðinn áhyggjufullur
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney batt enda á tíu leikja markaþurrð sína í gærkvöldi þegar hann skoraði þrennu í 4-0 sigri Man Utd á Club Brugge.

Mikið hefur verið rætt og ritað um frammistöðu Rooney í upphafi þessa tímabils en hann segir umræðuna ekki hafa haft nein áhrif á sig.

„Ef ég hefði ekki þennan sterka karakter hefði þessi gagnrýni kannski haft áhrif á mig en ég veit hvað ég get".

„Þegar mörkin eru ekki að detta inn geri ég samt margt sem hjálpar liðinu. Sem betur fer fékk ég færi í kvöld og tókst að nýta þau",
sagði Rooney eftir leikinn í gær.

„Ég var ekki orðinn áhyggjufullur. Kannski hefði ég orðið það eftir 4-5 leiki í viðbót en tímabilið er rétt að byrja og ég vissi að mörkin myndu koma".

„Sem sóknarmaður viltu að sjálfsögðu alltaf skora. Fólk horfir til baka á síðasta tímabil og telur mínúturnar síðan ég skoraði síðast, en margir hágæða framherjar eru enn að koma sér í gang".

„Ég skil það að útaf því hver ég er og hvað ég heiti fæ ég miklu meiri athygli. En það fylgir mínu starfi og ég get tekið því",
sagði Rooney kokhraustur.
Athugasemdir
banner
banner
banner