fim 27. ágúst 2015 19:29
Elvar Geir Magnússon
Þóroddur Hjaltalín: Gerðist sekur um dómgreindarleysi
Þóroddur Hjaltalín dómari.
Þóroddur Hjaltalín dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þóroddur Hjaltalín, fótboltadómari, hefur beðið Bjarna Jóhannsson, fyrrum þjálfara KA, afsökunar á því að hafa sett „like“ við færslu þar sem störf Bjarna fyrir félagið voru gagnrýnt.

Þóroddur hefur sent frá sér yfirlýsingu sem sjá má hér að neðan en með því að smella hér má sjá frétt um umrætt mál.



Yfirlýsing.

Ég undirritaður gerðist sekur um dómgreindarleysi þegar ég setti „like“ á færslu á facebook síðu hjá félaga mínum og kollega sem snertir Bjarna Jóhannsson og störf hans hjá KA. Slíkt sæmir ekki manni í minni stöðu. Mér varð þarna illa á í messunni og því vil ég biðja Bjarna Jóhannsson innilega afsökunar á þessu axarskapti mínu sem ég vona að muni ekki varpa skugga á samskipti okkar í framtíðinni.

Virðingarfyllst.
Þóroddur Hjaltalín dómari
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner