Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. ágúst 2015 07:00
Arnar Geir Halldórsson
Van Gaal ætlar ekki að fylgjast með drættinum
Louis van Gaal er mættur í Meistaradeildina
Louis van Gaal er mættur í Meistaradeildina
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Man Utd, var sigurreifur eftir sigur liðsins á Club Brugge í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi.

Man Utd vann einvígið samanlagt 7-1 og verður því í pottinum í dag þegar dregið verður í riðla en drátturinn fer fram í Mónakó.

Van Gaal ætlar ekki að vera viðstaddur dráttinn þar sem hann þarf að sinna öðrum mikilvægari verkefnum.

„Ég mun frekar fylgjast með varaliðinu þar sem að átta leikmenn úr aðalliðinu munu spila og ég held að það sé mikilvægara að fylgjast með því þar sem ég get ekki haft nein áhrif á dráttinn", sagði Hollendingurinn sem var ánægður með leik sinna manna í gær.

„Við vorum vel skipulagðir og spiluðum boltanum á einfaldari hátt en í fyrri leiknum. Við sköpuðum líka meira og skoruðum, sem er mjög gott".

Ánægður fyrir hönd Rooney

Wayne Rooney batt enda á markaþurrð sína með því að skora þrennu og Van Gaal hrósaði fyrirliðanum sínum í hástert.

„Að sjálfsögðu ætti hvert mark að gefa leikmanni sjálfstraust og það gildir líka um Wayne. Ég er ánægður fyrir hans hönd."

„Það var líka fallegt af honum að leyfa Chicha (Javier Hernandez) að taka vítið. Ég hef ekki séð myndir af því en ég held að hann hafi runnið til".

„Rooney hefur besta hugarfar sem þú getur hugsað þér og svoleiðis leikmenn í þessum gæðaflokki koma alltaf til baka",
sagði Van Gaal að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner