Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 27. ágúst 2015 13:34
Hafliði Breiðfjörð
Vildu dómarar á Akureyri Bjarna Jó burt frá KA?
Bjarni Jóhannsson þjálfaði KA undanfarin ár en hætti með liðið í byrjun ágúst.
Bjarni Jóhannsson þjálfaði KA undanfarin ár en hætti með liðið í byrjun ágúst.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Áskell Gíslason skrifaði færsluna og Þóroddur Hjaltalín smellti á Like.
Áskell Gíslason skrifaði færsluna og Þóroddur Hjaltalín smellti á Like.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svolítið særður, mér líður ekki vel með þetta því hvað gerist næst þegar þeir mæta og dæma leiki hjá mér, á ég að knúsa þá? Mér finnst að mér vegið og starfsheiðri mínum sem þjálfara. Ég er búinn að vera í þessum bransa lengi og upplifað allan andskotann en aldrei áður úr þesari átt,“ sagði Bjarni Jóhannsson fyrrverandi þjálfari KA við Fótbolta.net í dag en dómarar gagnrýndu störf hans á Facebook eftir tapleik í sumar.

Bjarni hafði við ýmislegt að glíma í aðdraganda uppsagnar hans hjá KA en eins og við greindum frá á dögunum stofnuðu óþekktir einstaklingar Twitter aðgang á hans nafni og póstuðu þar ljótum skilaboðum. En hann þurfti líka að sætta sig við miður falleg skilaboð dómara.

Áskell Þór Gíslason sem dæmir fyrir KA, er hópi aðstoðardóma í efstu deild skrifaði færslu á Facebook 4. Ágúst síðastliðinn, rétt eftir að leik Hauka og KA lauk , með sigri Hauka 2 -1, en með þessu tapi dvínuðu möguleikar KA til muna um að komast í efstu deild.

Facebook færsla Áskels:
„Skipstjóri er ráðin til útgerðar og á að stjórna skipi sem gert er út til þorskveiða. Hann fær áhöfnina sem hann óskar eftir og aðstaðan á skipinu er ein sú besta. Skipið heldur til veiða og aflinn er aðallega karfi og ýsa eitthvað sem útgerðin hefur lítinn áhuga á. Hvað svo?“


Þeir sem lesa milli línanna sjá að Áskell er þarna að nota samlíkingarmál og líkir Bjarna við skipstjórann og veltir stöðu hans fyrir sér.

Það var þó ekki nóg með að Áskell skrifaði færsluna því í kjölfarið smelltu tveir aðrir dómarar úr fremstu röðum á „Like“ við þessa hugleiðslu Áskels, þeir Þóroddur Hjaltalín og Valdimar Pálsson.

„ Hvað svo? Svo ég segi eins og í textanum hjá Ása, Hvers á ég að gjalda á næsta ári ef ég tek að mér lið og þessir menn dæma hjá mér?. Hvaða siðferði hef ég til að treysta þessum mönnum ef þetta er þeirra skoðun á störfum þjálfara?“ sagði Bjarni við Fótbolta.net í dag.

„Það sem fer í taugarnar á mér er að þessi samlíking er að ýta undir að reka þjálfarann og það eru dómarar sem læka þetta. Siðferðið í þessari færslu kallar á haug af spurningum um siðferði dómara í tjáningu á þessu miðlum,“ hélt hann áfram.

Bjarni hafði samband við KSÍ vegna málsins og skömmu síðar hvarf færsla Áskels af Facebook síðu hans.

„Ég hringdi í KSÍ og fékk þau viðbrögð að það hafi verið komið skilaboðum til þessara manna og þetta fjarlægt af Facebook. Það eru komnar þrjár vikur síðan hann setti færsluna inn og ég hef ekki enn verið beðinn afsökunar.“

„Ég veit að í nútíma samfélagi er það kannski hluti af starfi þjálfarans, að ef mönnum mislíkar eitthvað í fari þjálfara þá fær hann fær skít og drullu frá fólki. En að þetta komi úr þessari átt á Facebook er algjör nýlunda í þessu. Þarna er settur upp samlíkingaleikur skipstjóri er þjálfari, og ýjað að því að hann eigi að yfirgefa skipið, af dómara í efstu deild og lækað af tveimur dómurum í efstu deild. Tveir af þessum dómurum dæma í Evrópudeildum fyrir Íslands hönd.“

Hér að neðan má sjá skjáskot af Facebook færslu Áskels og lækum dómaranna
Athugasemdir
banner
banner
banner