Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. ágúst 2016 15:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Hull og Manchester United: Sama uppskrift
Zlatan er fremsti maður í dag - Ekkert sem kemur á óvart
Zlatan er fremsti maður í dag - Ekkert sem kemur á óvart
Mynd: Getty Images
Lokaleikur dagsins verður þegar Hull City fær Manchester United í heimsókn á heimavöll sinn. Leikurinn hefst á slaginu 16:30.

Byrjunarliðin fyrir leikinn eru klár og það er bara sama uppskrift hjá báðum stjórum enda engin ástæða til að breyta.

Hull City hefur komið hvað mest á óvart í upphafi tímabils og þeir hafa unnið báða sína leiki. Þeir mæta með sama byrjunarlið í dag og þeir hafa stillt upp í fyrstu tveimur leikjunum.

Sömu sögu er að segja af Manchester United. Þeir hafa unnið báða sína leiki og stilla upp sama liði og vann Southampton í síðustu umferð. Pogba er á miðjunni og Zlatan er fremstur.




Byrjunarlið Hull City: Jakupovic, Robertson, Davies, Meyler, Huddlestone, Hernandez, Snodgrass, Clucas, Livermore, Diomande, Elmohamady.

Byrjunarlið Manchester United: De Gea, Valencia, Bailly, Blind, Shaw, Fellaini, Pogba, Mata, Rooney, Martial, Ibrahimovic.





Athugasemdir
banner
banner
banner