Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. ágúst 2016 10:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Tottenham og Liverpool: Coutinho byrjar
Coutinho hefur verið að glíma við meiðsli en hann byrjar í dag
Coutinho hefur verið að glíma við meiðsli en hann byrjar í dag
Mynd: Getty Images
Dagurinn hefst svo sannarlega með látum í enska boltanum. Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er á milli Tottenham og Liverpool á White Hart Lane og hefst leikurinn klukkan 11:30.

Tottenham gerði jafntefli við Everton í fyrstu umferðinni, en liðið hafði betur gegn Crystal Palace í síðasta leik. Lið Liverpool vann Arsenal í markaleik í fyrstu umferðinni og tapaði svo mjög óvænt gegn Burnley á útivelli í síðasta leik.

Það verður mjög spennandi að sjá hvað gerist í dag, en byrjunarliðin fyrir leikinn eru klár. Hollendingurinn Vincent Janssen fer aftur á bekkinn hjá Tottenham og Dele Alli kemur inn í byrjunarliðið eftir að hafa byrjað á bekknum í síðasta leik.

Hjá Liverpool byrjar Joel Matip í vörninni í stað Ragnar Klavan sem gagnrýndur var fyrir frammistöðu sína gegn Burnley. Philippe Coutinho kemur einnig inn í byrjunarliðið eftir að hafa verið hvíldur gegn Burton Albion í deildabikarnum í vikunni. Hann byrjar í fremstu víglínu með þeim Sadio Mane og Roberto Firmino.


Byrjunarlið Tottenham: Vorm, Walker, Alderweireld, Vertonghen, Rose, Dier, Wanyama, Lamela, Alli, Eriksen, Kane.
(Varamenn: Son, Janssen, Onomah, Winks, McGee, Davies, Carter-Vickers)

Byrjunarlið Liverpool: Mignolet, Clyne, Matip, Lovren, Milner, Lallana, Henderson, Wijnaldum, Mane, Firmino, Coutinho.
(Varamenn: Manninger, Sturridge, Grujic, Moreno, Lucas, Origi, Stewart)

Fylgst er með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu





Athugasemdir
banner
banner
banner