Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. ágúst 2016 08:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Thomas Müller: Guardiola var svolítið í eigin heimi
Thomas Müller er sáttur með störf Ancelotti
Thomas Müller er sáttur með störf Ancelotti
Mynd: Getty Images
Thomas Müller, ein helsta stjarna Bayern München, segir að Carlo Ancelotti sé í nánari tengslum við leikmenn liðsins heldur en forveri hans, Spánverjinn Pep Guardiola.

Bayern München hefur farið vel af stað á þessu leiktímabili undir stjórn Ancelotti. Liðið hefur unnið alla sína leiki og í gær var Werder Bremen ekki mikil fyrirstaða þegar 6-0 sigur vannst í fyrsta leiknum í þýsku Bundesligunni.

Müller er ánægður með það hvernig Ancelotti hefur komið inn hjá Bayern og þá er hann sérstaklega ánægður með þau samskipti sem ítalski stjórinn á við leikmenn sína.

„Ancelotti er aðeins nánari leikmönnunum. Guardiola var svolítið í eigin heimi," sagði Müller í samtali við Bild.

„Hann var alltaf að hugsa um það hvernig hann gæti fært leikmenn um 2-3 metra í ákveðnum stöðum til að finna hina fullkomnu lausn. Þetta var brjálæði á jákvæðan hátt!"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner