Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. ágúst 2016 13:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Jafnt í stórleik Tottenham og Liverpool
Þessi er inni!
Þessi er inni!
Mynd: Getty Images
Tottenham 1 - 1 Liverpool
0-1 James Milner ('43 , víti)
1-1 Danny Rose ('72 )

Tottenham og Liverpool skildu jöfn í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var stórleikur sem fram fór á White Hart Lane í Lundúnum.

Það voru gestirnir frá Liverpool sem komust yfir í leiknum þegar James Milner skoraði úr vítaspyrnu á markamínútunni, 43. mínútu. Erik Lamela braut klaufalega á Roberto Firmino innan teigs, Brasilíumaðurinn fór niður og dómari leiksins dæmdi víti. Milner skoraði af öryggi og kom Liverpool 1-0 yfir.

Þannig var staðan í hálfleik, en Liverpool byrjaði seinni hálfleikinn aðeins betur. Þegar fór að líða á þá tók Tottenham hins vegar völdin og á 72. mínútu kom jöfnunarmarkið. Það gerði vinstri bakvörðurinn Danny Rose er hann fékk boltann á fjærstönginni og setti boltann á nærstöngina af stuttu færi. Sanngjarnt jöfnunarmark hjá heimamönnum.

Lokatölur urðu 1-1 og jafntefli niðurstaðan. Tottenham er nú með fimm stig í 5. sæti á meðan Liverpool er með fjögur stig í 8. sæti.
Athugasemdir
banner
banner