Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 27. ágúst 2016 15:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Jói Berg spilaði í tapi - Sigrar hjá Leicester og Arsenal
Chelsea fagnar hér marki
Chelsea fagnar hér marki
Mynd: Getty Images
Vardy er búinn að opna markareikninginn
Vardy er búinn að opna markareikninginn
Mynd: Getty Images
Það var nóg um að vera í enska boltanum hér fyrir stuttu. Sex leikir hófust klukkan 14:00 og þeim er nú öllum lokið.

Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði á bekknum þegar Burnley heimsótti stórlið Chelsea. Þegar 57 mínútur voru búnar af leiknum var Jóhann Berg settur inn á, en þá var staðan 2-0 fyrir Chelsea. Eden Hazard skoraði fyrst og svo bætti Brasilíumaðurinn Willian við marki. Varamaðurinn Victor Moses setti svo þriðja mark Chelsea þegar lítið var eftir af leiknum og lokatölur 3-0 fyrir Chelsea sem er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.

Jamie Vardy og Wes Morgan sáu um að skora mörkin fyrir Leicester þegar Englandsmeistararnir unnu Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea, 2-1. Riyad Mahrez mistókst að skora úr víti í stöðunni 2-0 og Leroy Fer náði að minnka muninn fyrir Swansea þegar tíu mínútur voru eftir. Lengra komst Swansea hins vegar ekki og fyrsti sigur Leicester á þessu tímabili staðreynd. Gylfi spilaði rúman klukkutíma á miðjunni hjá Swansea.

Arsenal vann einnig sinn fyrsta sigur, en hann kom gegn Watford. Santi Cazorla, Alexis Sanchez og Mesut Özil skoruðu mörk Arsenal í leiknum, en Roberto Pereyra, nýr leikmaður Watford, minnkaði muninn á 57. mínútu. Lokatölur urðu 3-1 fyrir Arsenal.

Scott Dann var hetja Crystal Palce gegn Bournemouth, en hann skoraði jöfnunarmark í lokin. Leighton Baines tryggði Everton sigur gegn Stoke og að lokum ber að nefna það að Southampton og Sunderland gerðu 1-1 jafntefli.





Chelsea 3 - 0 Burnley
1-0 Eden Hazard ('9 )
2-0 Willian ('41 )
3-0 Victor Moses ('89 )

Crystal Palace 1 - 1 Bournemouth
0-1 Joshua King ('11 )
0-1 Yohan Cabaye ('16 , Misnotað víti)
1-1 Scott Dann ('90 )

Everton 1 - 0 Stoke City
1-0 Leighton Baines ('51 , víti)

Leicester City 2 - 1 Swansea
1-0 Jamie Vardy ('32 )
2-0 Wes Morgan ('52 )
2-0 Riyad Mahrez ('56 , Misnotað víti)
2-1 Leroy Fer ('80 )

Southampton 1 - 1 Sunderland
0-1 Jermain Defoe ('80 , víti)
1-1 Jay Rodriguez ('85 )

Watford 1 - 3 Arsenal
0-1 Santi Cazorla ('9 , víti)
0-2 Alexis Sanchez ('40 )
0-3 Mesut Özil ('46 )
1-3 Roberto Pereyra ('57 )
Athugasemdir
banner
banner
banner