banner
   lau 27. ágúst 2016 09:30
Elvar Geir Magnússon
Henderson ekki á förum - Hart orðaður við Sunderland
Powerade
Spjót beinast að Henderson.
Spjót beinast að Henderson.
Mynd: Getty Images
Marcelo Brozovic.
Marcelo Brozovic.
Mynd: Getty Images
Wenger verslar.
Wenger verslar.
Mynd: Getty Images
Ef það er eitthvað sem kemur manni í gírinn á laugardagsmorgni er það einn rjúkandi kaffibolli og góður skammtur af slúðri.

Jurgen Klopp blæs á sögusagnir um að Jordan Henderson (26) gæti verið á förum frá Liverpool. Hann segir að ef hann myndi efast um miðjumanninn væri hann ekki hjá félaginu. Henderson hefur fengið stóran skammt af gagnrýni fyrir slaka frammistöðu. (Mirror)

Liverpool hefur gert 11 milljóna punda tilboð í vængmanninn Christian Pulisic (17) hjá Borussia Dortmund. Hann skoraði 2 mörk í 9 leikjum í Bundesligunni á síðasta tímabili og á 6 landsleiki fyrir Bandaríkin. (Times)

Markvörðurinn Joe Hart (29) gæti óvænt farið til Sunderland frá Manchester City. (Sunderland Echo)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er ekki að reyna að fá Hart. Hann ætlar ekki að bæta við sig öðrum markverði. (Liverpool Echo)

Auk Hart er Txiki Begiristain, yfirmaður íþróttamála, að reyna að selja Samir Nasri (29), Eliaquim Mangala (25) og Wilfried Bony (27) frá félaginu. (Manchester Evening News)

Pep Guardiola vill halda fyrirliðanum Vincent Kompany (30) hjá félaginu. (Times)

Chelsea hefur snúið athygli sinni að Marcos Alonso (25), fyrrum vinstri bakverði Bolton og Sunerland, sem er hjá Fiorentina. (Daily Telegraph)

Einnig vill Antonio Conte frá miðjumanninn Marcelo Brozovic (23) frá Inter til Chelsea. (Gazzetta dello Sport)

Umboðsmaður króatíska landsliðsmannsins Brozovic segir að Arsenal hafi einnig áhuga á miðjumanninum. (Index)

Stóri Sam Allardyce mun velja vinstri bakvörðinn Luke Shaw (21) í landsliðshóp sinn sem opinberaður verður á morgun. Þetta ákvað Allardyce eftir samtal við Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United. (Daily Express)

Stóri Sam verður meðal áhorfenda á leik Everton og Stoke í dag en hann íhugar að velja Ryan Shawcross (28), varnarmann Stoke, í hóp sinn sem mætir Slóvakíu 4. september í undankeppni HM. (Times)

Lucas Perez (27) verður orðinn leikmaður Arsenal um helgina. Samkomulag við Deportivo La Coruna er í höfn auk þess sem sóknarmaðurinn hefur staðist læknisskoðun. (Mirror)

Arsene Wenger segir að komandi kaup á Shkodran Mustafi (24) og Lucas Perez (27) fyrir 52 milljónir punda séu ekki örvæntingarkaup. (Daily Express)

Arsenal reyndi fyrst að fá Omer Toprak (27) frá Bayer Leverkusen en þegar það gekk ekki upp snéri félagið sér að Mustafi. (Daily Mirror)

Tony Pulis, stjóri West Bromwich Albion, vill kaupa allt að fimm leikmenn áður en félagaskiptaglugganum verður lokað. (Birmingham Mail)

Sporting Lissabon hefur hafnað 21 milljóna punda tilboð frá Leicester í Islam Slimani (28). Portúgalska félagið vill 34 milljónir punda fyrir alsírska sóknarmanninn. (TalkSport)

Alex Neil, stjóri Norwich, hefur staðfest að félagið er nálægt því að kaupa framherjann Nelson Oliveira (25) frá Benfica. Félagið er einnig að skoða tvo aðra sóknarmenn; Enner Valencia (26) hjá West Ham og Stefano Okaka (27) hjá Anderlecht (HITC)

Liverpool er tilbúið að lána vængmanninn Lazar Markovic (22) en talsverður áhugi er á serbneska landsliðsmanninum. (Liverpool Echo)

Jores Okore (24), varnarmaður Aston Villa, er á leið í FC Kaupmannahöfn. Hann gæti því mætt Leicester í Meistaradeildinni. (Sun)

Ruud Gullit mun ekki halda áfram að aðstoða Danny Blind við þjálfun hollenska landsliðsins vegna ósættis við knattspyrnusamband Hollands. (Daily Mail)

Victor Wanyama (25), nýr miðjumaður Tottenham, segist hafa gengið langa vegalengd berfættur þegar hann var ellefu ára til að komast í útileiki þegar hann ólst upp í Næróbí í Kenía. (Guardian)

Newcastle er nálægt því að tryggja sér sóknarmanninn Daryl Murphy (33) frá Ipswich á 5 milljónir punda. (TWTD)

Harry Kane (23), sóknarmaður enska landsliðsins, er til í að klára feril sinn hjá Tottenham. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner