Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 27. ágúst 2016 17:58
Jóhann Ingi Hafþórsson
Inkasso-deildin: KA nánast komið upp í Pepsi-deildina
Elfar Árni skoraði í dag.
Elfar Árni skoraði í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 2 - 3 KA
1-0 Hákon Ingi Jónsson ('16)
1-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('48)
1-2 Aleksandar Trninic ('65)
1-3 Juraj Grizelj ('76)
2-3 Ágúst Freyr Hallsson ('80)
Nánar um leikinn

KA-menn fóru góða ferð suður í dag er þeir mættu HK í Kórnum.

Með sigri gat KA nánast tryggt sætið sitt í Pepsi-deildinni á næsta ári. Úr varð hörkuleikur en HK komst yfir eftir 16 mínútna leik en þá skoraði Hákon Ingi Jónsson og reyndist það eina markið í fyrri hálfleik.

Elfar Árni Aðalsteinsson, Aleksandar Trninic og Juraj Grizelj skoruðu hins vegar allir fyrir KA í seinni hálfleik og komu þeir KA í ansi vænlega stöðu. Ágúst Freyr Hallsson minnkaði muninn þegar tíu mínútur lifðu af leiknum en 3-2 KA sigur varð raunin.

Með sigrinum komst KA tíu stigum fyrir ofan Keflavík sem er í 3. sæti og er liðið svo gott sem komið upp í Pepsi-deildina enda aðeins fjórir leikir eftir. HK-ingar eru hinsvegar í mikilli fallhættu, einu stigi fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner