Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   lau 27. ágúst 2016 18:54
Jóhann Ingi Hafþórsson
Pepsi-deildin: Höskuldur hetja Blika gegn Stjörnunni
Höskuldur tryggði Blikum sigur.
Höskuldur tryggði Blikum sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 1 - 1 Stjarnan
1-0 Arnþór Ari Atlason ('10)
1-1 Halldór Orri Björnsson ('11)
2-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('90)
Nánar um leikinn

Breiðablik og Stjarnan mættust í Pepsi-deildinni í kvöld. Með sigri gat annað liðið í rauninni gert útum vonir hins liðsins um að landa Íslandsmeistaratitlinum.

Það voru heldur betur fjörlegar opnunarmínútur því eftir 11 mínútna leik var staðan orðin 1-1.

Arnþór Ari Atlason skoraði fyrsta markið eftir fyrirgjöf frá Davíð Kristjáni Ólafssyni en í næstu sókn var Halldór Orri Björnsson búinn að jafna eftir langt innkast og staðan orðin 1-1.

Eftir það róaðist leikurinn svolítið og var staðan 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var svo rólegri og fá færi litu dagsins ljós.

Allt leit út fyrir að liðin væru að fara að gera jafntefli þegar Oliver Sigurjónsson átti aukaspyrnu, beint á kollinn á varamanninn Höskuld Gunnlaugsson sem kláraði með góðum skalla og tryggði Blikum góðan sigur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner