Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 27. ágúst 2016 17:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ranieri: Núna byrjum við tímabilið
Ranieri í rigningunni í dag
Ranieri í rigningunni í dag
Mynd: Getty Images
„Ég er mjög ánægður. Þessi þrjú stig eru mjög mikilvæg vegna þess að við töpuðum fyrsta leiknum og tókum svo fjögur stig í næstu tveimur leikjunum á heimavelli, sem er allt í lagi," sagði Ranieri, stjóri Leicester, kátur í leikslok eftir 2-1 sigur á Swansea í dag.

Ranieri var mjög sáttur með sigurinn, en hann hefði viljað sjá lið sitt klára leikinn fyrr.

„Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleiknum þá hefðum við getað lokað leiknum en við klúðruðum víti og það flækti hlutina. En þetta eru mjög góð þrjú stig og ég er mjög ánægður."

Ítalski stjórinn vann kraftaverk með Leicester á síðasta leiktímabili og hann segir að þetta tímabil hefjist núna fyrir sitt lið.

„Þetta er góður stökkpallur fyrir okkur. Við vildum halda öllum okkar leikmönnum. Það var ekki mögulegt og einn fór en það er allt í lagi. Við erum ánægðir og núna byrjum við tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner