Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 27. ágúst 2016 10:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Morgunblaðið 
Sara Björk: Vil fá samkeppni - Vil að þetta sé krefjandi
Sara Björk er lykilmaður í íslenska landsliðinu
Sara Björk er lykilmaður í íslenska landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir skipti um lið í sumar. Eftir fimm ár í Svíþjóð með Rosengård ákvað Sara að skrifa undir tveggja ára samning við þýska stórliðið Wolfsburg. Lið Wolfsburg er eitt allra besta lið Evrópu, en liðið hafnaði í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta leiktímabili og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem liðið tapaði gegn Lyon.

Sara Björk, sem var í 19-23. sæti yfir bestu knatt­spyrnu­kon­ur Evr­ópu á tíma­bil­inu 2015–2016, segir að sér lítist vel á aðstæður hjá Wolfsburg en keppni í þýsku deildinni hefst eftir viku.

„Þetta er allt mjög fag­mann­legt. Hóp­ur­inn er til­tölu­lega ný­kom­inn all­ur sam­an en það voru níu leik­menn á Ólymp­íu­leik­un­um. Við erum með 25 manna hóp, sem er ólíkt því sem ég hef van­ist þar sem við höf­um haft 11-14 leik­menn í fínu standi," sagði Sara í samtali við Morgunblaðið.

Sara býst við mjög harðri samkeppni um sæti í byrjunarliðinu í Þýskalandi.

„Ég hugsa að mér verði spilað sem sexu á miðjunni og það eru fjór­ir leik­menn í þeirri stöðu. Það er því mik­il sam­keppni og þetta eru allt gæðal­eik­menn. Það er ástæðan fyr­ir því að ég kom hingað. Ég vil fá mikla sam­keppni, ég vil að þetta sé krefj­andi og þetta er búið að standa und­ir því."

„Við höf­um æft eins og brjálæðing­ar á und­ir­bún­ings­tíma­bil­inu. Reynd­ar er und­ir­bún­ings­tíma­bilið búið að vera mjög stutt miðað við það sem ég er vön. Í Svíþjóð voru þetta þrír mánuðir en hér eru það sex vik­ur. Hér er æft mjög vel í sex vik­ur og það er mjög erfitt. Síðan byrj­ar tíma­bilið og þá verður það aðeins minna,"
segir Sara við Morgunblaðið í dag.
Athugasemdir
banner
banner